top of page

Endurgjöf í kennslustund

Besta endurgjöfin er sú sem kemur frá nemendum til kennara. Kennari getur meðal annars fylgst með þessum merkjum: 

Gæði endurgjafar veltur á:

  • Að nemandinn sé tilbúinn að taka á móti endurgjöfinni

  • Að traust ríki milli þess sem gefur og þess sem þiggur endurgjöf

  • Að endurgjöfin sé styðjandi, skiljanleg og komi þegar námsefnið sem endurgjöfin tengist sé nemanda enn í fersku minni

  • Að nemandinn taki hana til sín og bæti nám sitt.

1.

Nemandi strögglar

Það er gott að nám sé krefjandi, en ef það allir eru í erfiðleikum þarf að leggja viðfangsefnið betur inn eða bakka.

2.

Einbeitingarskortur

Er kannski of mikið álag á vinnsluminni nemenda? Væri hægt að brjóta verkefnið niður í smærri bita eða gefa þeim fleiri amboð?

3.

Áhugaleysi

Er hópnum getuskipt eða veitt verðlaun sem hluti nemenda fær aldrei? Hefur kennari lágar væntingar til nemandans?

4.

Forðast verkefni

Skilur nemandinn ekki verkefnið ekki, eða er það of erfitt?

5.

Hegðunarvandi

Er nemandinn kannski að grípa til slæmrar hegðunar til að bæta sjálfstraustið, því hann nær ekki að klára verkefni, jafnvel þó hann reyni sitt besta?

bottom of page