top of page

Hvert er hlutverk foreldra í leiðsagnarnámi

Kæra foreldri, velkomin á síðuna og við erum þakklát fyrir áhugann. Hér eru nokkur atriði sem eru gagnleg fyrir foreldra nemenda sem vinna eftir hugmyndafræði leiðsagnarnáms.

Talsmáti

Við segjum við nemendur:

Þú getur lært

Leggðu þig fram

Vertu duglegur

Við segjum aldrei:

Þú getur þetta ekki

Þú ert ekki nógu klár

Ég er lélegur í þessu, svo þú ert örugglega lélegur í þessu líka

Þetta er of erfitt

Hrós

Við hrósum fyrir vinnuframlag, ekki eiginleika. það þýðir að við hrósum nemendum fyrir:

Að leggja sig fram

Að sýna áhuga

Að halda áfram þó verkefnið sé krefjandi

Við hrósum ekki fyrir:

Að vera klár,

Að finnast eitthvað létt (þá er verkefnið ekki við hæfi) 

Heimanám

Foreldrar þurfa ekki að vera sérfræðingar í vinnu barna sinna.

Aðalatriðið er að vera verkstjóri. Halda barninu að vinnu, hvetja það áfram. 

Hvetja barnið til að finna lausn sjálft.

Hrósa barninu fyrir að finna lausn eða sýna frumkvæði.

Við höfum trú á nemendum okkar og þið eigið að hafa trú á börnunum ykkar. Allir geta lært, heilinn virkar eins og vöðvi sem hægt er að þjálfa

bottom of page