Leiðsagnarnám í Hlíðaskóla
Shirley Clarke
Shirley Clarke er sérfræðingur í þróun leiðsagnarnáms. Sem menntunarráðgjafi í Bretlandi hefur hún þróað aðferðafræði í leiðsagnarnámi og um aldamót ákváðu ensk skólayfirvöld að leiðsagnarnám yrði lagt til grundvallar í öllum grunnskólum.
Hún hefur sótt í efnivið í niðurstöður virtra og viðurkenndra rannsókna sem sýna mestu framfarir í námi. Meðal fræðimanna sem hún sækir efni til eru John Hattie og Carol Dweck.
Punktar úr bókinni Outstanding Formative Assessment - Culture and Practice eftir Shirley Clark
-
Námsmenning þar sem nemendur og kennarar eru með vaxtarhugarfar, sjálfstraust, þekkingarhæfileika og trúna á að allir nái árangri.
-
Að nemendur séu þátttakendur að skipulagningu náms á frumstigi til að auka áhugahvata.
-
Námsfélagi og “engar uppréttar hendur” menning, þar sem nemendur eru úrræði fyrir hvert annað og allir geta verið með í umræðum bekkjarins.
-
Blönduð námsgeta með mismunandi valkostum svo að sjálfmyndin sé sterk og væntingarnar miklar.
-
Nemendur fá skýr námsmarkmið, ekki bara í upphaf kennslustundar, heldur stundum eftir að áhugi nemanda kviknar.
-
Árangursríkar spurningar, sérstaklega í upphaf kennslustundar til að kanna skilning/kunnáttu.
-
Stöðugt verið að kanna hvar nemendur standa í sínu námi, svo að endurgjöf og kennsla einstaklinga og bekkjarins sé aðlöguð á viðeigandi hátt.
-
Sýnishorn af fyrirmyndarverkefnum greind og deilt, áður en nemendur fara að vinna í sínu eigin verkefni.
-
Endurgjöf frá námsfélaga og kennara þar sem lögð er áhersla á árangur, hvað sé vel gert og hvað megi bæta.
-
Nemendur fá endurgjöf í miðri kennslustund, svo að endurgjöfin og framfarir séu strax hluti af kennslustundinni.
-
Árangursrík lok á kennslustund er samantekt og endurgjöf.
------------------------------------------------------------------------------------
Skilyrði fyrir að nemendur verði virkir í kennslustund eru:
-
Námsmenning
-
Þátttaka í skipulagningu
-
Stöðugt að skipta um námsfélaga
Þrír meginþættir fyrir að skapa námsmenningu:
-
Breytt hugarfar
-
Samþætta huglægar aðferðir
-
Blandaðir getuhópar