top of page

10 leiðarljós kennara

Úr bókinni 10 mindframes for Visible Learning, eftir John Hattie þýtt og staðfært af Nönnu Kristínu Christianssen. Innblástur úr bókinni Leiðsagnarnám, hvers vegna, hvenær, hvað?

Ég legg mat á áhrif mín á nám nemenda.

Þegar nemendum vegnar vel veit kennarinn að kennslan hefur skilað árangri. Ef ekki, þá þarf að greina ástæðuna og finna betri leiðir.

Ég lít á námsmat sem leið til að meta mína eigin frammistöðu og ákveða næstu skref.

Þetta er hið hefðbundna leiðsagnarmat.

Ég á samstarf við vinnufélaga mína og nemendur um hugmyndir mínar varðandi framfarir og áhrif mín á þær.

Rannsóknir sína að samvinna starfsfólks hefur áhrif á árangur nemenda og gæði kennslunnar. Þar sem kennarar vinna í teymum og deila ábyrgð, hugmyndum og verkefnum verður árangurinn meiri.

Ég aðhyllist breytingar og trúi því að allir nemendur geti tekið framförum.

Kennarar þurfa að gera kröfur til allra nemenda og hafa væntingar um að þeir standist kröfurnar.

Ég leitast eftir áskorunum og finnst skilaboðin "þið gerið bara ykkar besta" ekki fullnægjandi.

Já, kennarar þurfa að gera kröfur til nemenda sinna. Þeir vilja standa undir þeim.

Ég veiti nemendum endurgjöf og hjálpa þeim til að skilja hana og nýta til að gera betur, einnig bregst ég við endurgjöf sem beinist að mér.

Góðir kennarar veita nemendum sínum endurgjöf sem nemendur geta nýtt sér til framfara.

Ég legg ekki síður áherslu á samræður en einræðu.

Samræður nemenda og kennara annars vegar og nemenda sín á milli hins vegar, um námið, hafa ekki minni áhrif en einræður og yfirheyrslur kennarans.

Ég upplýsi nemendur sérstaklega um það fyrir fram hvernig vel unnið verkefni getur litið út.

Nemendur sem hafa skilning á því hvernig vel unnið verkefni getur litið út eru líklegri til að læra af verkefninu og skila góðri vinnu.

Ég byggi upp góð samskipti og traust svo nám geti farið fram í umhverfi þar sem óhætt er að gera mistök og læra hver af öðrum.

Góður kennari stuðlar að bekkjarbrag sem einkennist af trausti svo nemendur geti lært í umhverfi þar sem óhætt er að gera mistök og þar sem þeir læra saman og hverjir af öðrum.

Ég legg áherslu á námið og nota orðræðu náms.

Góður kennari lítur á nám nemenda sem meginviðfangsefni sitt. Hann byggir á fyrri reynslu og hæfni nemenda, þekkir styrkleika þeirra og veikleika og tekur mið af því.

bottom of page