top of page

Möppumat

Möppumat er hluti af lokamati í efri bekkjum Hlíðaskóla.

​

Við lok skólaársins fá nemendur margvísleg skrifleg verkefni úr helstu námsgreinum  sínum til úrlausnar.

​

Verkefnin eru sett í möppu sem þau fá afhentar þrisvar

til fjórum sinnum á jafn mörgum dögum. Nemendur hafa möppuna hjá sér í tvær til þrjár kennslustundir í senn. Milli þess sem þau hafa möppuna hjá sér, læra þau betur þau atriði sem vöfðust fyrir þeim í verkefnum möppunnar.

Möppumat gefur nemendum einnig tækifæri til að hækka einkunnir.

​

​

Markmið möppumats er að styrkja og dýpka nám nemenda, þjálfa þau í að skipuleggja sig, gera þau sjálfstæðari og ábyrgari ásamt því að gefa þeim tækifæri til að sýna eigin þekkingu, leikni og hæfni.

​

Dagskrá nemenda á möppumats dögum 2023​

​

8:30 - 9:50

Undirbúningur fyrir möppuvinnu dagsins. Nemendur eru í stofum sínum og hafa aðgang að kennurum sem aðstoða með skipulag og viðfangsefni.

​

9:50 - 10:10

Frímínútur

​

10:10 - 12:10

Vinna með möppur

Möppurnar í ár verða unnar á pappír. Í þeim verða verkefni úr stærðfræði, íslensku, dönsku, ensku og náttúrufræði. Leyfileg hjálpargögn eru hefðbundin stærðfræðigögn, vasareiknir, reglustika og gráðubogi ásamt blýanti og strokleðri. Við leggjum höfuðáherslu að vinna skipulega, vera búinn að gera áætlun um í hvað röð viðfangsefnin verði unnin ásamt tímaáætlun.

​

12:10-12:20

Möppur eru fjarlægðar kl. 12.10. Þá fá nemendur afhent blöð þar sem þeir geta skrifað niður þau atriði sem þarf að læra betur. Við legjum áherslu á að reyna að muna hvaða áhersluatriði þarf að læra betur í stað þess að skrifa orðrétt niður dæmi eða spurningar.

​

12:20 - 13:00

Hádegismatur

​

13:00 - 13:40 

Undirbúningur fyrir áframhaldandi möppuvinnu. Nemendur geta rætt saman, fengið aðstoð hjá kennurum bæði við að læra betur og að skipuleggja sig. 

​

​

.

bottom of page