top of page

Endurgjöf

Að nýta endurgjöf krefst þjálfunar.

Það er nauðsynlegt að þjálfa nemendur í að nýta og veita endurgjöf áður en markvisst er farið í að veita þeim endurgjöf og nota jafningjamat

Við bendum á bókina leiðsagnarnám, hvers vegna, hvenær, hvar eftir Nönnu Kr. Christianssen þar sem má finna margar góðar hugmyndir og aðferðir i enduurgjöf

Æfing með notkun fyrirmyndarverkefna

(verkefni unnin af kennara eða öðrum nemendum áður, eiga að vera fjölbreytt og alls ekki fullkomin)

Nemendur eiga að vinna verkefni (ritgerð, stærðfræðiþraut, danssopor, mynd) 

  • Fyrirmyndir eru skoðaðar og árangursviðmið ákveðin áður en nemendur byrja að vinna

  • Þegar vinna við verkefnið er komin vel af stað þá tekur kennari fram eitt enn fyrirmyndarverkefni sem nemendur skoða nú saman 

  • Nemendur meta verkefnið, hvað er gott, hvað mætti gera betur

  • Nemendur halda áfram verkefnavinnu og kennari hvetur þá til að nýta þá gagnrýni sem kom fram í eigin verkefni

  • Þegar nægilegt traust er komið í hópinn er hægt að taka verkefni sem verið er að vinna og fá uppbyggilega gagnrýni á það. Það skal þó aldrei gera án góðs undirbúnings.

bottom of page