top of page

Árangursviðmið

Eða viðmið um árangur eins og það er kallað í aðalnámskrá (e. success criteria) er þegar námsmarkmið eru brotin niður í leiðbeiningar fyrir nemendur til að fara eftir. 

HEG - hvað er gott?

 

Best er að setja upp árangursviðmið með nemendum.

Hver er munurinn  á námsmarkmiðum (learning intentions og árangursviðmiðum (success criteria

Stationary photo

Dæmi um notkun árangursviðmiða

Námsmarkmið: Að læra að gera góða forsíðu námsþáttar í náttúrufræði

heg.JPG

Til þess að gera góða forsíðu skoða nemendur með kennara nokkar forsíður og ákvarða hvernig góð forsíða lítur út. 

Nemendur koma með uppástungur og þær sem eru samþykktar rata í appelsínugula reitinn. 

Næst bætir kennari inn nánari upplýsingum fyrir nemendum. Með þessi árangursviðmið fyrir framan sig á að reynast leikur einn fyrir nemendur að útbúa góða forsíðu.

Námsmarkmið: Lærum að skrifa þriggja stafa tölustafi með bókstöfum.

Árangursviðmið

1. Skrifum niður hundraðstöluna

2. Skrifum tuginn

3. skrifum "og"

4. Skrifum eininguna

Skrifum töluna 234

1. Tvöhundruð

2. þrjátíu

3. og

4. fjórir

Tvöhundruð þrjátíu og fjórir

bottom of page