top of page

Spurningatækni

Í kennslustofu þar sem leiðsagnarnám er notað er reglan "engar hendur upp" höfð að leiðarljósi. Þar er krukka með spýtum með nöfnum nemenda og þegar kennari spyr spurninga, þá dregur hann spýtu og les upp nafn nemandans sem á að svara.

Árangursríkar samræður - góð spurningatækni

  • Nemendur þurfa að fá tíma til að hugsa áður en þeir svara

  • Samræður námsfélaga eiga að vera markvissar og mega ekki taka lengri tía en þörf er á

  • Kennarar forðast að nota of margar lokaðar spurningar sem ganga út á það að hann spyr og nemendur svara, en nota þess í stað spurningar sem hvetja nemendur til að hugsa og stuðla að áhuga nemenda

  • Kennarinn þarf að sýna nemendum er eru að svara tillitsemi og svörum þeirra áhuga

(Nanna Kr. Christianssen. Leiðsagnarnám, hvers vegna, hvenær,

 

hvar)

Forþekking könnuð

Mikilvægastu spurningarnar í byrjun kennslustundar eru að kanna fyrri þekkingu nemenda, því ofaná hana byggjum við allan frekari lærdóm.

Í töflunni hér fyrir neðan eru dæmi um spurningar sem hægt er að nota með öllum nemendum.

spurningar.JPG

Notkun töflunnar:

Í byrjun kennslustundar:

Skoðið markmið kennslustundarinnar og ákveðið útfrá þeim hverskonar spurninga þarf að spyrja. Er t.d. verið að kanna forþekkingu? Þá gætu spurningarnar snúist um

  • Hvað vita nemendur áður en nokkur kennsla hefst

  • Hvað muna nemendur frá síðustu kennslustund

  • Mat á því hvað nemendur hafa lært við lok síðasta tímabils/lotu

Láttu nemendur ræða spurninguna við námsfélaga í u.þ.b. 3 mínútur á meðan þú gengur um stofuna og hlustar á samræður þeirra.

Eftir að hafa hlustað á samræðu nemenda um spurninguna getur kennari ákveðið næstu skref. Er frekari upprifjun nauðsynleg eða er hægt að fara beint í meira krefjandi verkefni.

Á meðan kennslustund stendur:

  • Kennari spyr spurningar til að kanna skilning, hvort sem er fyrir námsfélaga eða að hver nemandi fyrir sig íhugi svar.

  • Þá getur verið gott að hafa til sýnis hvernig hægt sé að orða svör við opnum spurningum

    • Ég er sammála vegna þess að...​

    • Ég er ósammála vegna þess að...

    • Ég þarf meiri upplýsingar um

    • Ég kann vel að meta þetta vegna þess að...

    • Mér finnst að...

    • Ég er ekki viss um...

    • ofl...

bottom of page