Leiðsagnarnám í Hlíðaskóla
Miðjumat
(mid-lesson learning stop)
Með því að stöðva kennslustund til að fara yfir vinnuna gefur kennari öllum nemendum endurgjöf á sama tíma.
Aðferðin er í eftirfarandi skrefum:
-
Láttu nemendur vita fyrirfram að þú munir velja eitt verkefni af handahófi til að skoða með bekknum, þar sem bent verður á það sem vel er gert ásamt því sem hægt er að bæta (hér þarf að sjálfsögðu að liggja fyrir samþykki allra nemenda)
-
Þegar verkefni hefur verið valið og sýnt - hægt er að nota myndavél og skjávarpa biður kennari nemendur, í þeim hópum sem verkefnavinnan fer fram í, að að ræða verkefnið á skjánumog benda á hvað sé vel gert. Kennari velur síðan nokkra punkta sem vel eru gerðir og útskýrir hvers vegna þeir eru vel heppnaðir
-
Næst bendir nemendahópurinn (í pörum eða vinnuhópum) á hvað mætti betur fara. Þett a er vandasamt og það þurfa að koma nákvæmar ábendingar frekar en almennar (t.d. það vntar mælikvarða, setningarnar eru of langar, það mætti setja punkt hér) og uppbyggilegar. Þegar hafist er handa við notkun miðjumats er mjög mikilvægt að taka hart á öllum leiðindum og útskýra mjög vel tilganginn, sem er að nemendur hjálpi hvort öðru að ná betri árangri.
-
Næst biður kennari höfund/a verkefnisins að velja úr athugasemdum og hvernig mögulegt sé að nýta þær til að bæta verkefnið
-
Að lokum biður kennari allan bekkinn að fara yfir eigin verkefni með athugasemdirnar úr miðjumatinu í huga.
Kostir miðjumats
-
Það þjálfar nemendur að meta eigin verkefni og annarra
-
Það veitir nemendum upplýsingar um hvort þeir séu á réttri leið
-
Það gefur nemendum innblástur um hvernig hægt sé að gera betur
-
Það sýnir nemendum að margir gera svipuð mistök og þeir sjálfir
-
Það er stórkostleg æfing i trausti innan bekkjar.
Gagnlegar ábendingar
-
Miðjumat er leið til að skapa heilbrigt námsumhverfi þar sem nemendur verða meðvitaðri um eigin námsstöðu. Til þess að það gangi eftir verður námsmenning leiðsagnarnáms að vera til staðar. Það þarf að ríkja traust í kennslustofunni, þar sem nemendur treysta því að samnemendur þeirra styðji þá í námi og allir gera sér grein fyrir því að mistök eru besta leiðin til að læra.
-
Gott er að þjálfa bekkinn í notkun aðferðarinnar með eldri verkefnum, eða verkefnum sem kennari hefur útbúið sjálfur, meðan traust er byggt upp.
-
Fullvissaðu nemendur um að þú sért meðvitaður/uð um að verkið sé ekki tilbúið og að þau fái ekki "einkunn" fyrir miðjumatið. Miðjumatið á að bæta verkefnin.
-
Gakktu úr skugga um að alltaf sé byrjað á því að týna til það sem vel er gert í verkefnunum. "Hvað er það sem er gott hérna og af hverju?"
-
Þegar nemendur hafa þjálfast í aðferðinni munu þau verða spennt að sýna verkin sín.