Leiðsagnarnám í Hlíðaskóla
Námsmarkmið
Í aðalnámskrá má finna margskonar hæfniviðmið, sem segja til um hvað nemendur eigi að hafa lært við ákveðin tímamót.
Það er nauðsynlegt að brjóta þau markmið niður í smærri viðráðanlegri einingar. Þær einingar köllum við
Námsmarkmið (e. learning intention)
Verkefnin sjálf eru ekki skilgreind sem markmið. Þau eru verkfæri sem hjálpa nemendum til að ná markmiðinu, þ.e. skilgreindri hæfni
Dæmi um námsmarkmið í stærðfræði
Við lærum að margfalda saman tvo sviga
Við lærum um nefnara og teljara
Við lærum að nota töflureikni til að setja upp bókhald
Eins og sjá má eru markmiðin mis viðamikil, enda verður sumum náð á einni kennslustund og önnur þurfa lengri tíma eða jafnvel tímabil.
Til þess að útskýra fyrir nemendum hvernig þeir eigi að NÁ þessum markmiðum eru útbúin