top of page

Gengið um kennslustofuna

Endurgjöf hjálpar nemendum best ef þeir fá leiðbeiningar um hvernig þeir geti bætt sig

  • Þegar þú leiðbeinir nemanda, bentu á hvernig hann getur bætt sig

    • Í stað þess að segja einvörðungu -  þetta er of löng setning, segðu, Þessi setning er of löng, skiptu henni í nokkra hluta, með punkti og stórum staf á milli​

Gakktu um stofuna með penna í hönd 

  • Það er besta leiðin til að sjá til þess að allir nemendur séu virkir

  • Fyrst er gott að ganga um og sjá til þess að allir nemendur séu að koma sér að verki

  • Þegar allir eru komnir af stað er hægt að hefja einstaklingsaðstoð

  • Gættu þess að skipta tíma þínum eins jafnt og hægt er milli nemenda

Kennari sem gengur um stofuna spyr nemendur:

  • Segðu mér frá því sem þú ert að gera/hvað þú ætlar að gera næst

  • Hvað áttu við með...(lykilspurning, hvort sem kennari veit svarið eða ekki)

  • Hvað finnst þér um...?

  • Geturðu gefið mér dæmi um...? (önnur lykilspurning sem getur oft leitt í ljós lítinn eða misskilning á efninu)

  • Geturðu þróað þetta áfram?

  • Af hverju er þetta betra en hitt? 

  • Hvernig gætirðu bætt þett þannig að svarið verði skýrara?

  • Hvað þarftu til að ljúka við verkefnið: Æfingu, leggja þig meira fram, meiri tíma, aðstoð frá kennara/samnanda eða eitthvað annað?

Gagnlegar ábendingar

  • Hafðu penna í hönd og vertu tilbúin/n að skrifa athugasemdir beint í vinnubók nemenda

  • Beygðu þig niður eða sestu hjá nemanda, svo þið séuð í sömu hæð og ræddu við hann hljóðlega svo þið truflið ekki vinnu annarra nemenda

  • Gakktu úr skugga um að viðmið kennslustundarinnar séu sýnileg, svo hægt sé að benda nemendum á að fylgja þeim.

  • Bentu fyrst á það sem vel er gert áður en þú bendir á hvað betur má fara

  • "Eitt í einu" Þó þú sjáir margar villur gættu þess að benda nemendum á eitt atriði í einu, annars getur það verið yfirþyrmandi fyrir nemendur.

bottom of page