Leiðsagnarnám í Hlíðaskóla
Að kanna þekkingu í lok kennslustundar
Hér er verið að tala um leiðbeinandi mat í lok kennslustundar, ekki lokamat.
"Smáskilaboð"
Nemendur geta sent kennara skilaboð, hvort sem notast er tölvutækni eða bara miða. Með skilaboðunum getur nemandi fengið tækifæri til að biðja um að betur sé farið í ákveðið efni.
Ígrundun
Kennari setur markmið kennslustundar upp á töflu með þeim viðmiðum sem við eiga ásamt því hvernig bekkurinn hefur verið að læra (glósur, svara spurningum, samræður, ofl.)
Nemendur meta svo hvað hefur nýst þeim best til að læra og hvað gæti mögulega hjálpað þeim að læra betur.
Útgöngumiði
Í lok kennslustundar er eitt dæmi eða ein spurning sett á töfluna og nemendur svara hver fyrir sig á blöð. Kennari fer svo yfir svörin og eru nokkrir nýtigarmöguleikar
-
Nafnlaus svör. Kennari telur rétt og röng og metur næstu skref útfrá því
-
Svör með nafni þar sem krakkar sem hafa svarað rangt fá hópkennslu í næstu kennslustund
-
Nemendur koma og segja kennara svarið og ef það er rangt fá þau hrós fyrir góð mistök, en fá svo vísbendingu eða aðstoð og reyna betur.
-