top of page

Leiðsagnarnám

(e. Formative Assessment)

​

Hlíðaskóli vinnur eftir hugmyndafræði leiðsagnarnáms og hefur það að leiðarljósi í öllu sínu starfi.

Hlíðaskóli er þekkingarskóli í leiðsagnarnámi, ásamt fimm öðrum skólum í Reykjavík, Borgaskóla, Dalskóla, Engjaskóla, Hamraskóla og Víkurskóla. Hlutverk þekkingarskóla er, ásamt því að styrkja og hlú stöðugt að leiðsagnarnámi innan eigin skóla, að aðstoða aðra skóla og kennara þeirra við að innleiða aðferðir og amboð leiðsagnarnáms.

Tilgangur leiðsagnarnáms er að valdefla nemendur, svo þeir verði færir um að taka ábyrgð á eigin námi.

Leiðsagnarnám byggir á fimm stoðum sem saman leiða að jákvæðari námsmenningu þar sem mistök eru nýtt til framfara, markmið og viðmið að settu marki eru skýr og skipulag byggir á samræðum þar sem nemendur fá tækifæri til þess að tjá sig um námsefnið. Saman gegna þessar aðferðir því hlutverki að valdefla nemendur og gera þá virkari og ábyrgari í eigin námi.

Spurningtækni og samræður

Námsfélagar og spurningatækni. Nemendur tjá sig um námsefnið - hvers vegna?

Nemendur þurfa að vita hvar þeir standa í náminu. Þetta er hægt að gera með ýmsum leiðum.

Að vekja og virkja áhuga, námsmarkmið, viðmið og fyrirmyndir 

Markmið og viðmið í námi þurfa alltaf að vera skýr.

Skipulag og áætlanir 

​

Skipuleggjum kennslu þar sem markmið og viðmið eru skýr. Nemendur ræða um námsefnið og fá munnlega endurgjöf í tímanum.

Námsmenning

Byggjum upp námsmenningu þar sem mistök eru nýtt til framfara. Væntingar og námslegar kröfur eru gerðar til allra nemenda og nemendur eru valdefldir til að hafa stjórn á eigin námi

Síðan er ætluð sem stuðningur fyrir kennara Hlíðaskóla í innleiðingu leiðsagnarnáms

-og svo alla aðra sem hafa áhuga

Að vekja og virkja áhuga, námsmarkmið, viðmið fyrirmyndir

Skipulag og áætlanir

Af hverju leiðsagnarnám?

Áhersla aðalnámskrár grunnskóla á leiðsagnarmat kemur skýrt fram bæði þegar fjallað er um námsmat almennt og einnig í umfjöllun um greinasvið.

​

Úr Aðalnámskrá grunnskóla

Kennarar þurfa að hjálpa nemendum til raunhæfs sjálfsmats, gera þeim grein fyrir markmiðum náms og hvernig miðar í átt að þeim. Leggja skal áherslu á leiðsagnarmat þar sem nemendur velta reglulega fyrir sér náminu með kennurum sínum til að nálgast eigin markmið í náminu og ákveða hvert skuli stefna. Nemendum þarf að vera ljóst hvaða viðmið eru lögð til grundvallar í matinu.

Hér er hlekkur á gagnvirka síðu aðalnámskrár grunnskóla með stuðningsefni ofl.

​

bottom of page